Lindsay hf. er heildsala sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á vörum til matvöruverslana, lyfjabúða, veitingahúsa og mötuneyta. Er vörunum dreift daglega með bílum fyrirtækisins um land allt.

Meðal heimsþekktra vörumerkja sem John Lindsay flytur inn má nefna: TORO-súpur, sósur, pottréttir, austurlenskir réttir, pizzadeig og hvers kyns kraftar ; Mr. Lee, heimsins bestu núðlur; Thermos hitabrúsar og -könnur;  Persil þvottaefni,  Andrex salernispappír; Kleenex tissue; Papstar einnotavara, servettur og kerti. Huggies nætur og sund bleyjur; Jordan tannburstar; Royal búðingar og lyftiduft;  Mozart kúlur og Real Turmat, sem er næringarríkur matur fyrir alvöru útivistafólk.

Auk þess býður John Lindsay upp á fjölda vörutegunda fyrir stórnotendur þ.á.m. umhverfisvæn uppþvottakerfi frá DiskTeknik, pappírsvörur og skammtara frá Kimberly Clark og Van Houtum

John Lindsay á og rekur einnig matvælaframleiðandann Agnar Ludvigsson ehf. sem framleiðir Royal vörurnar, þar á meðal Royal búðinga og Royal lyfitduftið góða.

Undir hnöppunum Neytendavörur og Stórnotendur má finna allt það vöruúrval sem Lindsay hefur upp á að bjóða. Þá er einnig hægt að finna ljúffengar uppskriftir af ýmsu tagi, forrétti, aðalrétti og eftirrétti, undir hnappinum uppskriftir eða smella á mynd hér til hægri.

 

John Lindsay - lindsay@lindsay.is - Klettagörðum 23 - 104 Reykjavík - Sími 533 2600 - Bréfsími 533 2620 - Knt. 411163-0169