Bananasplitt & kaffi bollur

Bananasplitt & kaffi bollur

Vatndeigsbollur uppskrift

3 stk egg
300 ml vatn
160 g Kornax hveiti
150 g smjör

Saltkaramella

200 ml rjómi
170 g sykur
100 ml sýróp
1 tsk smjör
1/2 – 1 tsk sjávarsalt

Banana og kaffi rjómi

1 pakki Royal bananasplitt með hvítu súkkulaði
1/2 l mjólk
2 msk kaffi, uppáhelt
700 ml Millac jurtarjómi, þeyttur

 

AÐFERÐ
Vatndeigsbollur

1) Hitið ofninn í 180°

2) Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar og myndar hálfgerða kúlu.

3) Deigið er næst sett í hrærivélaskál og hrært þar til kólnar.

4) Þegar deigið hefur kólnað bætum við 1 eggi saman við í einu þar til þau hafa blandast vel saman við deigið.

5) Mótið bollur með sprautupoka (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír og bakið við 180° í um það bil 25 mínútur. Passið að opna ekki ofnin á meðan bollurnar eru að bakast.

Saltkaramella

1) Setjum öll hráefnin í pott og sjóðum þar til karamellan byrjar að þykkna, þá tökum við hana af hitanum og leyfum að kólna. Passa þarf að fylgjast vel með karamellunni og hræra reglulega.

Banana og kaffi rjómi

1) Við byrjum á það að búa til búðinginn eftir leiðbeiningum aftaná pakkanum og setum til hliðar.

2) Næst stífþeytum við jurtarjómann.

3) Að lokum er kaffinu, búðingnum og rjómanum blandað saman með sleif.

Samsetning

1) Skerum bollurnar í tvennt og skerum niður banana í sneiðar.

2) Röðum bananasneiðum í botninn á bollunni og setjum svo rjómann ofan á.

3) Setjum karamellu á lokið af bollunni og skreytum að vild. Gott er að hafa karamelluna aðeins heita þegar hún er sett á.

 

Geggjaðar bananasplitt og kaffi bollur – Velkomin (sylviahaukdal.is)