Hvít kókoskaka

Hvít kókoskaka

Hvít kókoskaka

Botn
3 bollar hveiti (360 g)
1 3/4 bollar (350 g) sykur
1 msk Royal lyftiduft
1/2 tsk salt
3/4 bolli ósaltað smjör (170 g) við stofuhita
4 egg, eggjarauður og eggjahvítur aðskildar
1 tsk vanilludropar
2 msk kókoslíkjör (creme de cocoa- má sleppa)
1 dós kókosmjólk (392 g/14 oz), haldið fjórðungs bolla til haga fyrir kremið.
1/4 tsk vínsteinsduft (cream of tartar)

Krem
170 g rjómaostur, við stofuhita
60 g ósaltað smjör, við stofuhita
4 bollar (450 g) sigtaður flórsykur
1/4 bolli kókosmjólk
200 g kókosmjöl

Uppskriftin og ljósmyndin er fengin á www.mbl.is

  1. Botn: Hitið ofnin í 180 gráður. Sigtið hveitið, Royal lyftiduft og salt. Geymið. Þeytið volgt smjörið í stórri skál þar til það er orðið mjúkt. Bætið sykrinum smám saman við smjörið og þeytið þar til blandan er mjúk og létt. Bætið eggjarauðunum út í einni í einu og þeytið á milli. Bætið vanilludropum og kókoslíkjör saman við. Haldið 1/4 bolla af kókosmjólk til haga fyrir kremið. Bætið hveitiblöndunni og kókosmjólkinni saman við til skiptis og hrærið vel saman. Stífþeytið eggjahvíturnar ásamt vínsteinsduftinu. Hrærið saman við deigið. Byrjið á því að taka þriðjung af hvítunum og síðan afganginn. Skiptið deiginu á milli tveggja 23 sm forma sem búið er að klæða með bökunarpappír. Bakið í 30-40 mín. Stingið prjón í botnana til að athuga hvort þeir séu tilbúnir. Ef prjóninn kemur þurr upp úr botnunum eru þeir tilbúnir. Leyfið botnunum að kólna áður en kremið er sett á.
  2. Krem: Þeytið saman rjómaostinn og smjörið. Sigtið flórsykurinn saman við. Bætið síðan 1 msk af kókosmjólkinni saman við og þeytið þar til kremið er orðið mjúkt. Setjið annan botninn á kökudisk og smyrjið með kremi. Sáldrið kókosmjöli yfir. Setjið hinn botninn ofan á og smyrjið kreminu ofan á botninn og á hliðarnar. Skreytið að ofan með kókosflögum.