Cinnabon bolla

Cinnabon bolla

Amerískir kanilsnúðabollur

Einn pakki af Toro Hveteboller dufti, bakað eftir íslenskum leiðbeiningum á pakka
1 pakki vanillu Royal Búðingur
1 pakki Toro ostekrem
125 gr rjómaostur
50 gr smjör
2,5 dl rjómi
2,5 dl nýmjólk
2 msk og 1/ 2 bolli púðursykur (í sitthvoru lagi)
40 gr smjör
1 msk kanill og 1 tsk (í sitthvoru lagi)
2 msk flórsykur

Aðferð

  1. Bakið bollurnar eftir leiðbeiningum
  2. Í rjómakremið á milli er sett 2,5 dl mjólk og 2,5 dl rjómi, 2 msk flórsykur, 1 tsk kanill og 2 msk púðursykur
  3. Þessu er hrært saman með písk og vanillubúðing hrært saman við og pískað saman í 1 mínútu. Leggið svo til hliðar
  4. Svo er kanilbráð búin til úr 40 gr af smjöri, 1 msk kanil og 1/2 bolla af púðursykri sem er brætt í potti saman
  5. Gerið svo Rjómaostakremið ofan á með 50 gr mjúku smjöri,125 gr rjómost sett í 1 pakka af Toro ostakremi
  6. Nú er svo að setja bolluna saman en þá er sett kanilbráð á botninn
  7. Kanilrjómi ofan á og bollunni lokað
  8. Svo er ostakremið sett ofan á toppinn

 

Uppskrift fengin í láni hjá Sex ofureinfaldar gerbollur sem allir geta bakað (paz.is)