Jarðaberja- eða vanillubollur

Jarðaberja- eða vanillubollur

Jarðaberja- eða vanillubollur

Hráefni í 16 stórar bollur
100 g brætt smjör
3 1/2 dl mjólk
5 tsk þurrger
1 dl sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
10-11 dl hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk Royal-lyftiduft

Fylling
2 1/2 dl mjólk
1 pakki Royal-jarðaberjabúðingur eða Royal-vanillubúðingur

Skreyting
Flórsykur eða jafnvel kökuglimmer

 

Uppskriftin er fengin að láni hjá Gestjafanum.
Vinsamlegast athugið að myndin tengist uppskriftinni ekki beint.

  1. Búið til fyllinguna í bollurnar fyrst. Mælið mjólkina í skál og hrærið búðingsduftið svo saman við með sósuþeytara. Setjið í kæli og látið bíða á meðan bolludeigið er útbúið.
  2. Bræðið smjör í potti. Takið það af hitanum um leið og það er bráðnað. Bætið mjólkinni í pottinn og hitið ögn aftur ef þarf, látið standa þar til vökvinn er passlega volgur. Bætið þurrgeri í pottinn ásamt sykri og látið standa í 10 mínútur. Bætið eggjum og vanilludropum þá saman við og hrærið aðeins.
  3. Mælið hveiti, salt og Royal-lyftiduft í stóra skál og bætið gervökvanum úr pottinum saman við. Hnoðið saman vel með sleif og hnoðið svo létt á borði. Athugið að það á ekki að hnoða deigið mikið. Látið deigið lyfta sér á hlýjum strað í 40 mínútur og breiðið rakt viskastykki yfir á meðan.
  4. Hnoðið deigið örlítið aftur og skiptið í 16 jafnstóra hluta. Mótið kringlóttar flatar og u.þ.b. lófastórar kökur úr deiginu og setjið í kúfaða matskeið af búðingi í miðjuna á hverri köku. Togið endana upp og klemmið saman til að loka kremið inni í kökunum. Þetta eiga að vera kúlur. Raðið bollunum á bökunarplötu og látið klemmda endann vísa niður. Leyfið bollunum að lyfta sér á hlýjum stað í a.m.k. í 40 mínútur.
  5. Hitið ofninn í 225°C á blástur eða 255°C án blásturs. Bakið í 8-10 mínútur næst efst í ofni. Sigtið flórsykur ofan á þær sem á að borða strax. Ef geyma á bollurnar þarf að frysta þær strax. Hita svo í ofni eða örbylgjuofni og sigta flórsykurinn ekki ofan á fyrr en um leið og á að bera þær fram.