Royal í sparibúningi

Royal í sparibúningi

Royal í sparibúningi

Hráefni
1 pakki Royal-súkkulaðibúðingur
1 pakki Royal-vanillubúðingur
1/2 l. rjómi
300 ml mjólk
Súkkulaðispænir eftir smekk (má sleppa)

 

Uppskriftin og ljósmyndin eru fengnar af vef Nönnu Rögnvaldardóttur

  1. Finnið til tvær skálar til að þeyta búðinginn og mælið 250 ml af rjóma og 150 ml af mjólk og hellið í hvora skál um sig.
  2. Síðan er búðingsskálin útbúin. Best er að nota skál með flötum botni ef maður ætlar að gera tvílitan búðing (ekki nauðsynlegt). Nota spjald (eða álpappír sem er brotin saman tvisvar eða þrisvar sinnum) og koma fyrir í skálinni miðri.
  3. Royalbúðingur er fljótur að stífna en þegar hann er gerður a) með rjómablandi og b) notar 20% minna magn af vökva en stendur í leiðbeiningum(á pakkanum er hann Mjög fljótur að stífna. Gott er að opna báða Royal pakkana til að hafa þá tilbúna. Hellið vanillubúðingsduftinu út í aðra skálina, þeytið með handþeytara í svona hálfa mínútu, hellið búðingnum í skálina öðru megin við skilrúmið. Þeytið svo súkkulaðibúðinginn (betra að byrja á vanillubúðingi til að þurfa ekki að skola þeytarana) og hellið svo í hinn helming skálarinnar.
  4. Sléttið yfirborðið með sleikju og fjarlægið svo skilrúmið varlega. Prjónn notaður til að hræra í smá í litla hringi til að blanda búðingunum aðeins saman. Dreifa súkkulaðispæni yfir og voila! Spari-Royal tilbúinn. Má brytja hvítt súkkulaði í súkkulaðibúðinginn og dökkt súkkulaði í vanillubúinginn, ef vill.