Hátíðarútgáfa Steindórs af Royal-búðingi

Hátíðarútgáfa Steindórs af Royal-búðingi

Hátíðarútgáfa Steindórs af Royal-búðingi

Hráefni
Rjómaís úr ísvél
1 pakki Royal-búðingur (bragðtegund að eigin vali)
Þeyttur rjómi
LU Bastogne kex (kanilkexið)
Amarula rjómalíkjör

Uppskriftin er fengin að láni hjá Gestgjafanum.
Ljósmyndin er fengin af vef Nönnu Rögnvaldardóttur
en hún gerir einnig sérstaka spariútgáfu af Royal búðing.

  1. Takið fram glös eða fallega skál. Neðst er settur rjómaís.
  2. Í miðjuna kemur svo Royal-búðingur, þeyttur úpp úr nýmjólk samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hér á hvaða bragðtegund sem er vel við.
  3. Efst kemur svo þeyttur rjómi með skoti af Amarula rjómalíkjör.
  4. Til skrauts er tilvalið að mylja LU Bastogne kex til að gefa  crunchy' áferð. Þetta er ótrúlega fljótlegt, einfalt og alveg hrikalega gott.