Karamellu vatnsdeigsbollur

Karamellu vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollur uppskrift

80 g smjör
2 dl hveiti
3 egg
2 dl vatn
Salt á hnífsoddi

Karamellurjóma fylling

500 ml rjómi frá Gott í matinn
Royal búðingur með karamellubragði
1 bolli mjólk

Karamellukrem

50 g smjör
1 dl púðursykur
1 msk. rjómi
Salt á hnífsoddi
3 msk. flórsykur

Skraut

Karamellukurl

 

Aðferð

Smjör og vatn er sett í pott þar til suðan kemur upp og látið sjóða í um 1 mínútu.
Þá er potturinn tekinn af hellunni og hveitinu og saltinu blandað saman við með sleif.
Blandan er sett í hrærivélina og látin standa í um 5-10 mínútur eða þar til hún hefur kólnað aðeins.
Þá er einu eggi í einu blandað saman við og þeytt á meðan
Á bökunarplötu fer svo eins og ein matskeið af deigi og inn í ofn í 20-30 mínútur við 180°C með blæstri. Eftir 20 mínútur er fínt að byrja fylgjast með bollunum og þær eru teknar út þegar þær hafa tekið aðeins lit. Mikilvægt er að opna ekki ofninn fyrir 20 mínuturnar því þá er hætta á að þær falli.
Þegar bollurnar eru komnar í ofninn er fínt að byrja að græja rjómann.

Búðingsduftið er sett í skál með 1 bolla af mjólk og inn í ísskáp. Ath. að það er ekki sama uppskrift og er á pakkanum.
Rjóminn er þeyttur og þegar búðingurinn hefur verið í 10-15 mínútur inn í ísskáp er honum blandað varlega saman við rjómann.
Þegar bollurnar eru komnar úr ofninum er byrjað á karamellusósunni.

Öll hráefnin fara saman í pott fyrir utan flórsykurinn.
Suðan er látin koma upp og fínt að láta sjóða í 1 mínútu á meðan hrært er svo karamellan brenni ekki við. Þá er potturinn tekinn af hellunni og 3 msk. af flórsykri bætt út í og hrært.
Karamellan er látin standa örlítið þangað til hún hefur þykknað en þannig að hún leki ennþá. Þá er hún sett á bollurnar og rjóminn á milli.

 

Uppskrift fengin í láni frá Vatnsdeigsbollur með karamellurjóma | Gott í matinn (gottimatinn.is)