Royal búðingur

Royal búðing þarf vart að kynna fyrir landsmönnum, en hann hefur verið framleiddur í verksmiðju Agnars Ludvigssonar í 60 ár, frá árinu 1954.
Litla verksmiðjan á Nýlendugötu var stofnuð af Agnari Ludvigssyni árið 1941 sem heildsölu- og innflutningsfyrirtæki.  Árið 1954 stofnaði Agnar matvælaframleiðslu og hóf framleiðslu á lyftidufti og í framhaldinu Royal búðinga. Er skemmst frá því að segja að Royal búðingarnir slógu algerlega í gegn og eru enn vinsæll eftirréttur á borðum Íslendinga á öllum aldri.

Búðingarnir fást með súkkulaði-, jarðaberja-, vanillu- og karamellubragði og eflaust á hver og einn sitt uppáhald. Umbúðirnar hafa verið eins í frá upphafi í augljósum stíl sjötta áratugarins. Þær eru prentaðar í Kassagerðinni af litfilmum sem búnar voru til á sínum tíma.

Agnar starfrækti fyrirtæki sitt allt til áttræðs að hann seldi það til John Lindsay hf. Haft var eftir Agnari að það gladdi hann mjög, hvað fyrirtækið hélt vörumerki hans myndarlega á lofti.

 

royal

Tillaga að framreiðslu

1 pakki Royal búðingur að eigin vali
1/2 líter nýmjólk

Aðferð:
Hellið búðingaduftinu og mjólkinni í skál og hrærið vel saman með písk. Þegar búðingurinn hefur þykknað aðeins, hellið í skálar.
Setjið skálarnar í kæli og látið bíða í 30 mínútur

Verði ykkur að góðu!

sukkuladibudingur