Hollar graskeramelassa múffur

Hollar graskeramelassa múffur

Hollar graskeramelassa múffur

Hráefni fyrir 12 muffins
1 bolli haframjöl
½ bolli heilhveiti
½ bolli hveiti
1 tsk matarsóti
1 tsk Royal-lyftiduft
½ tsk salt
1 tsk kanilduft
½ tsk engiferduft
¼ tsk múskatduft
200 g (lítill bolli, nákvæmlega hálf dós) ósætt grasker úr dós
¼ bolli sólblómasmjör (möndlusmjör er líka mjög gott)
¼ bolli cerio-ólívuolía
½ bolli blackstrap melassi (venjulegan melassa má nota fyrir minna bragð)
¼ bolli þjappaður dökkur púðursykur
¼ bolli jógúrt
3 stór egg við stofuhita
1 tsk hreinn vanillukjarni
½ bolli rúsínur
½ bolli léttristað sólblómafræ + meira til að að dreifa yfir kökurnar

Uppskriftin og myndin er fengin að láni frá www.bakingobsession.com

 

  1. Settu bökunarplötuna í miðjan ofn og hitaðu hann áður að 190 °C. Sprautaðu með olíu eða fóðraðu með bökurarpappír 12 muffinmót af venjulegri stærð.
  2. Settu hveitið, matarsótann, lyftiduftið, saltið og kryddið í stóra skál og hrærðu vel í.
  3. Settu graskeramaukið og sólblómasmjörið, svo olíu, melassa, púðursykur, jógúrt, egg og vanillukjarna í meðalstóra skál og hrærðu vel í. Heltu blöndunni yfir þurrefnið í stóru skálinni. Hrærðu í uns efnin hafa blandast saman. Blandaðu rúsínunum og ristuðu sólblómafræunum gætilega saman við án þess að hræra.
  4. Skiptu þunna deiginu á milli tilbúnu muffinmótanna, dreifðu nokkrum fræum yfir kökurnar. Bakaðu uns muffinkökurnar verða vel hvelfdar, brúnar og tannstöngull, sem stungið er í miðja köku, kemur hreinn út eftir um 20 til 22 mínútur í ofninum.