Karmellubombur með hvítu súkkulaði

Karmellubombur með hvítu súkkulaði

Karmellubombur með hvítu súkkulaði

Hráefni
150 g smjör við stofuhita
200 g púðursykur
50 g hvítur sykur
1 pakki royal karmellubúðingur
2 egg
1 tsk vanillusykur
270 g hveiti
1 tsk matarsódi
200 g hvítt súkkulaði (dropar eða grófsaxað)

  1. Ofn hitaður í 175 gráður.
  2. Þeytið saman smjör, sykur og búðingsduft í hrærivél eða með handþeytara. Bætið eggjum og vanilludropum við og þeytið vel saman. Bætið nú við hveiti og matarsóda og hrærið varlega saman. Að lokum er súkkulaðinu bætt við varlega með sleikju.
  3. Sett á ofnplötu í valfrjálsri stærð. Litlar eins og smákökur eða stórar eins og hálfgerða klatta. Bökunartími fer eftir stærð, um 9-15 mín. Eiga ekki að verða mjög dökkar.