Ávaxtakaka

Ávaxtakaka

Ávaxtakaka

Hráefni
150g döðlur, smátt skornar
200 g dökk súkkulaði, smátt saxað
50 g pekanhnetur, gróft saxaðar
2 stór, græn eplu, afhýdd og söxuð
100 g fínt kókosmjöl
150 g fínt spelt
2 msk. Royal lyftiduft
Salt á hnífsoddi
2 egg

Uppskriftin er fengin að láni hjá Gestgjafanum.
Vinsamlegast athugið að myndin tengist uppskriftinni ekki beint.

  1. Hitið ofninn í 170°C.
  2. Setjið döðlurnar, súkkulaðið, hneturnar og eplin í skál og blandið vel saman.
  3. Blandið í aðra skál öllu þurrefni og setjið síðan eggin þar út í og hrærið vel saman. Blandið nú öllu mjög vel saman.
  4. Smyrjið kökuform eða bökuform og setjið blönduna í og bakið í u.m.þ. 30 mín. eða þar til eplin eru bökuð. Kakan er góð heit með grískri jógúrt eða smávegis af þeyttum rjóma.